Veiðihúsið Stöng og merkingar

Við vorum að uppfæra upplýsingar um veiðihúsið, en húsið sem sett var upp í fyrra er rúmbetra en það fyrra auk þess sem það er ísskápur sem er til mikilla bóta. Við ætluðum okkur að klæða húsið að utan nú í vor og skipta um glugga og hurðir svo það standist vetrarveðrið. Búið er að kaupa efnið en tafir hafa orðið á afhendingu þess sem er vegna stríðsins í Úkraínu, að því sem okkur er sagt.

Við settum einnig upp ný skilti við ánna og vatnið nú í vor. Veiðistaðirnir eru merktir með númerum sem byrja við ósa neðri árinnar. Þá eru komin greinarbetri skilti til að aðgreina árnar og Vatnsdalsvatnið svo það fari ekki á milli mála hvar mörkin eru.

Góða skemmtun í sumar!

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Veiðihúsið Stöng til sölu

Við óskum eftir tilboði í veiðihúsið Stöng. Húsið er 18 fm bjálkakofi sem orðin er 20 ára. Húsið er einangrað og klætt að innan, með eldhúsinnréttingu og kojum auk vatnsklósetts og klósettvasks. Húsið er kynt með gasofni og eldað á gaseldavél. Sólarsella og fremur einföld 12V raflögn er í húsinu fyrir ljós og hleðslutæki. Húsið þarfnast viðgerðar á ytra byrði.Húsið er staðsett í Vatnsfirði við Flókalund sem er í um 230 km. fjarlægð frá Reykjavík og miðað er við að nýr eigandi beri kostnað af flutningi. Áhugasamir hafið samband við Jóhann í síma 824 3108 eða Einar Birki í síma 820 2200.

Nánari lýsing af húsinu og myndir er að finna hér

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Nýtt veiðihús!

Við höfum ákveðið að endurnýja veiðihúsið Stöng í ár. Eldra húsið er orðið nokkuð lúið en einnig var þörf á smá stækkun og meira rýmis fyrir veiðimenn. Við höfum því fest kaup á 35 fm sambærilegu húsi sem væntanlega (mv. að heimild fáist) verður staðsett á sama stað og það fyrra, á Pennunesi við fyrir neðan orlofsbyggðina í Vatnsfirði. Við stefnum á að setja nýja húsið upp fyrir lok júní áður en fyrstu veiðimenn koma í ánna.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Nýtt sölukerfi

Við erum að skipta yfir í nýtt sölukerfi þessa dagana. Vonir standa til að það verði komið í gagnið uppúr miðjum febrúar. Þangað til er veiðimönnum velkomið að senda póst á okkur á póstfangið ebe[att]fluga.net eða heyra í Einari Birki í síma 820 2200. Við munum taka frá daga tímabundið þar til kerfið er komið í notkun fyrir alla sem hafa áhuga. Sjá lausa daga hér . Kveðja, Einar Birkir

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Veiði að hefjast

Ég var fyrir vestan um helgina að gera veiðikofann Stöng kláran en kíkti auðvitað í ánna í leiðinni. Það var komið talsvert að laxi fyrir neðan fossa en lítið gengið upp laxastigann að mér sýndist. Þetta er skv. vengju og veiði á laxi fer af stað á öðrum stöðum í ánni um 10. júlí (næsta helgi). Bleikjan er hins vegar um alla ánna og fyrir þá sem kjósa bleikjuveiði er þetta hárrétti tíminn. kv. Einar Birkir

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Sótthreinsun vegna COVID-19

Í sumar gerum við sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19 faraldursins og sótthreinsum veiðihúsið eftir hvert holl.  Við munum sótthreinsa með sápu og eftir atvikum spritti eftirfarandi snertifleti: hurðarhúna, skápahurðir, klósett, stóla og borð, kojur, slökkvara og innstungur, eldavél, blöndunartæki, gasofn, kælikistu og gaskút, handföng og handrið, grill, útihúsgögn og húslykla.

Vegna þessara auknu ráðstafana munum við innheimta gjald sem nemur 10.000 fyrir hvert holl sem nýtir veiðihúsið, sem greiðist við afhendingu lykla.

Eftir sem áður eiga veiðimenn að taka vel til eftir sig og fylgja þrifaleiðbeiningum í veiðihúsinu.  Þetta þýðir m.a. að vaska upp leirtau og hnífapör, þrífa klósett og taka allt rusl með sér (það er ruslagámar við sumarbústaðabyggðina/sundlaugina ofan við veiðihúsið).   Þá eru veiðimenn beðnir um að taka með sér tvö lök fyrir hvern gest, þ.e. hafa tvöfalt á öllum rúmum.  Veiðimenn eru hvattir til að þvo hendur og nota spritt þess á milli á meðan á dvöl stendur. Spritt og handsápa eru á staðnum.

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Veiðileyfi keypt á vefnum

Við höfum gert samkomulag við Veiðitorgið um að selja veiðileyfi á netinu. Þetta þýðir að veiðimenn geta nú keypt veiðileyfi hér á vefnum eða á www.veiditorgid.is. Það var auðvitað kominn tími til að við færðumst nær 21. öldinni í þessum efnum ;-)

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Veiðidagatalið 2018

Þá er ég búinn að setja inn nýtt veiðidagatal fyrir þetta ár. Endilega skoðið þetta https://fluga.net/veididagatal/
kv.,
Einar Birkir

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Árið 2017

Furðulegt ár að mörgu leiti… Lítil laxveiði mv árin á undan eða um 40 laxar á þessar 2 stangir í 2 mánuði. Silungsveiðin var hins vegar algjörlega í toppi og sumir hreinlega mokuðu upp fiski. Hvað veldur?? Almennt var laxveiðin í lægri kantinum en það sem merkilegra var að sum hollin voru með mjög góða veiði meðan önnur fengu ekkert. Lang flestir veiðimenn í Vatnsdalsá hafa komið ár eftir ár og því ekki hægt að segja þetta fari eftir veiðimönnunum. Ég hitti mann í heitapottinum í Flókalundi í sumar og hann var full viss að árið 2018 yrði frábært, skv 10 ára reglunni, 1988, 1998, 2008 hafi verið frábær hér fyrir vestan. Nú man ég ekki alveg hvering þetta var tvö fyrri ártölin, en svei mér þá ef 2008 hafi ekki verið ágæt, 2009 var það amk ;-)

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Sleppingar

Við höfum sleppt 1000-1500 seiðum árlega í efriánna undanfarin 10 ár. Þetta getur varla talist neinn fjöldi, en þar sem við erum innan friðlandsins í Vatnsfirði þá eru okkur skorður settar. Engin undantekning verður á þessu á árinu.

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

Posted in Uncategorized | Leave a comment