Árið 2017

Furðulegt ár að mörgu leiti… Lítil laxveiði mv árin á undan eða um 40 laxar á þessar 2 stangir í 2 mánuði. Silungsveiðin var hins vegar algjörlega í toppi og sumir hreinlega mokuðu upp fiski. Hvað veldur?? Almennt var laxveiðin í lægri kantinum en það sem merkilegra var að sum hollin voru með mjög góða veiði meðan önnur fengu ekkert. Lang flestir veiðimenn í Vatnsdalsá hafa komið ár eftir ár og því ekki hægt að segja þetta fari eftir veiðimönnunum. Ég hitti mann í heitapottinum í Flókalundi í sumar og hann var full viss að árið 2018 yrði frábært, skv 10 ára reglunni, 1988, 1998, 2008 hafi verið frábær hér fyrir vestan. Nú man ég ekki alveg hvering þetta var tvö fyrri ártölin, en svei mér þá ef 2008 hafi ekki verið ágæt, 2009 var það amk ;-)

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *