Aðstaða

Söluaðili / Point of sale

Sölustaðir                   Sími                  Póstfang                Heimilisfang

Fluga&Net                    +354 820 2200  fluga(att)fluga.net  Naustavör 18 – 200 Kópavogi

Vatnsdalsá verður opnuð 1.júlí í sumar.  Seldir eru tveir dagar í senn og tvær stangir, ein í efri-Vatnsdalsá og ein í neðri-Vatnsdalsá.  Innifalið í veiðileyfi í árnar er veiði í Vatnsdalsvatni.

Eingöngu er leyfð veiði á flugu í árnar.

Veiði hefst kl. 15:00 fyrsta veiðidaginn og lýkur kl. 12:00 á hádegi síðasta veiðidaginn.

 Veiðihúsið Stöng / The fishing hut

Veiðihúsið er 28fm bjálkakof.  Húsið er staðsett á svokölluðu Pennunesi og er um 2,5 km frá Vatnsdalsá. Hótel Flókalundur er í göngufæri og sundlaug er í sumarbústaðabyggðinni ofan við Stöng.

Í húsinu er svefnpokapláss fyrir fimm veiðimenn og þurfa veiðimenn að koma með eigin rúmföt. Áhöld til matar og drykkjar er fyrir sama fjölda. Húsið er hitað með gasi og einnig er hægt að elda á gashellunu. Sólarrafhlaða er á húsinu og er 12V lýsing á klósetti og í alrýminu. Húsið er með tvíbreiðu rúmi og tvöföldum svefnsófa auk þess sem hægt er að nýta bedda ef með þarf. Eldhúsið er með einfaldri eldhúsinnréttingu og ísskáp. Vatnið er kalt eða volgt, fer eftir úti hitastigi.

Huga þarf vel að umgengni bæði við hús og náttúru. Hver og einn tekur sitt rusl með sér. Gámar eru við orlofshús og þar er líka gámur fyrir flöskur og dósir. Húsinu er skilað eins og tekið er við því. Ef eitthvað brotnar eða er í ólagi þegar farið er, er nauðsynlegt að tilkynna það til veiðivarðar á Brjánslæk svo hægt sé að koma því í lag áður en næsta holl kemur í húsið.

Vatn: Vatnið er tekið úr borholu og leitt ofanjarðar að húsinu og getur því verið volgt ef sólin skín. Passið að skrúfa fyrir vatn eftir notkun og ekki láta það renna lengi úr krönunum. Enginn hitakútur er í húsinu og því verður að hita vatn í potti á gaseldavél.

Gas: Gaskútar eru við eldavélahellu, ofn og gasgrill.

Rafmagn: 12 Volt, sólarrafhlaða.

Geymsla á fiski: Hægt er að frysta fisk hjá veiðiverði á Brjánslæk.

Leave a Reply

Your email address will not be published.