Sótthreinsun vegna COVID-19

Í sumar gerum við sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19 faraldursins og sótthreinsum veiðihúsið eftir hvert holl.  Við munum sótthreinsa með sápu og eftir atvikum spritti eftirfarandi snertifleti: hurðarhúna, skápahurðir, klósett, stóla og borð, kojur, slökkvara og innstungur, eldavél, blöndunartæki, gasofn, kælikistu og gaskút, handföng og handrið, grill, útihúsgögn og húslykla.

Vegna þessara auknu ráðstafana munum við innheimta gjald sem nemur 10.000 fyrir hvert holl sem nýtir veiðihúsið, sem greiðist við afhendingu lykla.

Eftir sem áður eiga veiðimenn að taka vel til eftir sig og fylgja þrifaleiðbeiningum í veiðihúsinu.  Þetta þýðir m.a. að vaska upp leirtau og hnífapör, þrífa klósett og taka allt rusl með sér (það er ruslagámar við sumarbústaðabyggðina/sundlaugina ofan við veiðihúsið).   Þá eru veiðimenn beðnir um að taka með sér tvö lök fyrir hvern gest, þ.e. hafa tvöfalt á öllum rúmum.  Veiðimenn eru hvattir til að þvo hendur og nota spritt þess á milli á meðan á dvöl stendur. Spritt og handsápa eru á staðnum.

Ef þið viljið fleiri upplýsingar þá hafið endilega samband gegn um ebe(hjá]fluga.net

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *