11 laxa holl

Tryggvi Ársælsson með fallega hrygnuHelgarhollið (hádegi 18. til hádegis 21. júlí) landaði 11 löxum í ánni.  Mikið vatn er ennþá í ánni þótt rjátlað hafi aðeins í henni.  Aðeins 4 dagar óseldir í ágúst.

kv.,  Einar Birkir

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Skrapp í sumarfrí!

Sælir veiðimenn.  Ég verð ekki í símasambandi frá og með deginum í dag (laugardaginn 12. júlí og að kvöldi fimmtudagsins 17. júlí).  Ef þið þurfið einhverjar upplýsingar þá kíkið á www.fluga.net eða hjá Jóhanni og Halldóru á Brjánslæk í síma 456 2055 / 824 3108.

kv.,

Einar Birkir – 820 2200

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Nokkrir lausir dagar í júlí

WP_20140629_08_33_13_Pro

Fyrsta holl sumarsins er að hefja veiðar í dag.  Undirritaður var um sl. helgi og fékk þennan fallega hæng og svo eina bleikju á þeim stutta tíma sem gafst til veiða.  Veiðikofinn er með blússandi vatni og raflýsingu (hljómar eins og auglýsing frá fyrrihluta síðustu aldar ;-). Það eru nokkrir lausir dagar í sumar, kíkið á veiðidagana inni á https://fluga.net/veididagatal/.

Bestu kveðjur,

Einar Birkir – 820 2200

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Ævintýri enn gerast…

Þá var loksins komið að undirrituðum og félögum hans að komast í ánna í sumar.  Við veiddum laugardag og hálfan sunnudag og vorum alltaf að bíða eftir boðuðu óveðri sem var í grennd.  Í veiðibókinni sáum við að af síðustu 10 löxum hafði 5 verið landað í efri ánni og því ljóst að fiskurinn er farinn að ganga þangað í meira mæli.  Við lönduðum 7 löxum, en misstum 4 á 2 stangir sem er vel meðal veiði og mikið af fiski í ánni.  Fiskurinn tekur rauða Fransis, þýska snældu og e-ð sem ég kalla Blueray sem er blá túpa í ætt við Sunnray shadow.  Það eru tvö laus holl eftir á þessu ári og ef þið hafið áhuga þá hafið endilega samband.

EBE sleppir fiski

Kveðja,

Einar Birkir – 820 2200

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Laxinn er genginn í efri ánna

Sæl og blessuð.

Hollið sem kláraði núna um hádegið fékk 6 laxa og 2 bleikjur á eina stöng.  Tveir laxar komu upp í efri ánni, þ.e. áin sem rennur frá fjalli og í Vatnsdalsvatnið.  Sjaldan eða aldrei hefur laxinn gengið svo snemma í efri ánna, en venjan er að hann gangi þarna upp eftir miðjan ágúst. Fjöldi laxa er kominn yfir 40 á 20 stangardögum, sem jú gerir ca 2 laxar á dag á stöng, en tvær stangir eru leyfðar í ánna.

Siggi Sveins á bakkanum

Það eru nokkrir lausir dagar í sumar, svo kíkið á veiðidagatalið og sjáið hvort þeir henti ykkur.

Bestu kveðjur,

Einar Birkir – 820 2200

Posted in Uncategorized | Leave a comment

6 laxar í síðasta holli

Sæl og blessuð.

Tveggja daga hollið sem kláraði núna um hádegi landaði 6 löxum og nokkuð af bleikju.  Skv veiðimönnum er mikið af laxi í ánni og það sem betra er, að það er mikið af sórum fiski.

Kíkið á lausa daga í sumar hér.

Helgi og Steini með sinn hvorn

kv,

Einar Birkir – 820 2200

Posted in Uncategorized | Leave a comment

20 laxar

Síðasta holl í Vatnsdalsá landaði 20 löxum á 4 dögum og þar af 15 stórlöxum.  Laxagengd hefur verið með allra mesta móti og er áin full af laxi.

Tryggvi Ársælsson með fallega hrygnuHaukur með hænginn

Allir laxarnir veiddust í neðri ánni, en efri áin fer að koma inn í ágúst ef marka má síðustu ár.  Hollið var jafnframt með 7 fallegar bleikur.  Allt að gerast ;-)  Skoðið lausa daga hér

kv,

Einar Birkir – 820 2200

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Opnun með fiski

Um helgina fór undirritaður vestur og landaði tveimur fyrstu löxum sumarsins.  Fyrri fiskurinn var 75 cm hrygna sem ég sleppti að sjálfsögðu, en seinni fiskurinn var 85 cm hængur og endaði ég útí ánni í viðureigninni og varð blautur upp í handarkrika. Talsvert er af fiski í ánni og komu þessir upp í beygjunni fyrir neðan fossinn.  Næsti veiðimaður setti í þrjá en missti.  Það er sem sagt komið líf í Vatnsdalsánna þetta árið.  Kíkið á lausa daga og smellið ykkur vestur.Heyrumst, Einar Birkir – 820 2200

photo

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Stærsti straumur gefur góða veiði

Átta laxar og fjórar  bleikjur komu á land hjá síðasta holli, sem byrjaði föstudaginn 3.ágúst og var til kl 12 í dag. Skv veiðimönnum var talsvert komið af fiski í ánna en þó ekki ennþá í efra veiðisvæðið.  Mig langar að benda á að eitt besta holl sumarsins, í næsta stórstraumi er laust, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna eru dagarnir frá hádegi föstudagsins 17.ágúst til hádegis mánudagsins 20.ágúst lausir.  Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga – sími 820 2200 eða ebe(hjá)fluga.net.

kv, Einar Birkir

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Fjórir laxar

Hollið sem var að ljúka veiði í hádeginu í dag (2ja daga holl miðvikudag-föstudag) landaði 4 löxum og 2 bleikjum og missti 3 laxa.  Ennþá er laxinn að veiðast einvörðungu í neðri ánni, en venjan er að hann gang í efri ánna (ofan Vatnsdalsvatns) í ágúst. Talsvert er af fiski í ánni skv veiðimönnum og er áin vatnsmikil, enda mikill snjór á hálendinu sem bráðnar í sumarhitanum.  Danskt holl verður ánni um helgina og verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur, en er von á veðrabreytingu með rigningu á sunnudag.  Stærstu göngur sumarsins eru á næsta leiti með næsta stóra straumi, skv teljara síðustu ár.

Posted in Uncategorized | Leave a comment