Veiðileyfi í Vatnsdalsá eru seld í gegnum Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Allar upplýsingar um verð, veiðifyrirkomulag og aðstöðu er að finna á vef SVFR.
Vatnsdalsá og Vatnsdalsvatn er lax- og silungsveiðisvæði á sunnanverðum Vestfjörðum sem er í miðju friðlandi í Vatnsfjarðar. Fluga og net ehf er veiðiréttarhafi á svæðinu en félagið er í eigu ábúenda á Brjánslæk og Seftjörn. Selt er í ánna í heilum hollum og leyfilegt er að veiða á tvær stangir samtímis. Meðalveiði síðustu ár er einn lax á dag á stöng og talsvert meira af bleikju.